//
Helstu upplýsingar

14368668_10154520582114890_545349607480887323_n
Listabókstafur: S
Staða: Í meirihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Samfylkingin byggir á grundvallargildum jafnréttis og að virðing sé borin fyrir öllum einstaklingum. Allir einstaklingar eiga rétt á að lifa við öryggi og njóta aðstoðar samfélagsins ef veikindi eða erfiðleikar steðja að heimilum.

Við höfum barist fyrir íbúalýðræði og gegnsæi í vinnubrögðum og munum halda því áfram. Við börðumst fyrir frístundakortinu fyrst flokka í Borgarbyggð og komum því á. Við viljum halda áfram að bæta Borgarbyggð og gera sveitarfélagið að enn betri kosti fyrir fjölskyldur, fyrir ungt fólk sem og aðra íbúa sveitarfélagsins.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Samfylkingin vill halda áfram að efla samstarf við ungt fólk í gegnum ungmennaráð og auka völd þess. Að ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa í ákveðnum nefndum og að greitt sé fyrir setu í ungmennaráði rétt eins og í öðrum nefndum. Stutt verði við ungmennaþing á Vesturlandi sem stendur til að halda í haust og hugmyndir um að stofnað verði ungmennaráð vesturlands.

Stuðla að fjölbreyttari valkostum í húsnæðismálum með því að skipuleggja lóðir fyrir smærri íbúðir og leigufélög án ábata. Bæta þarf aðstöðu til íþróttaiðkunar og hjóla- og gönguleiðir.

Önnur framboð - Borgarbyggð