//
Helstu upplýsingar

xd
Listabókstafur: D
Staða: Í minnihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Sjálfstæðisflokkurinn byggir stefnu sína á mannréttindum, jafnræði, frelsi og ábyrgð einstaklingsins. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja jöfn tækifæri allra og fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga sem er grundvöllur jafnréttis. Ísland er og á að vera leiðandi í jafnréttismálum í heiminum. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að jafna hag manna með valdboði heldur tryggja að sem mest sé til skiptanna og að umbun fylgi árangri. Á sama tíma sé stutt við þá sem standa höllum fæti.

Helstu áherslur:
• Öll börn komist í leikskóla við eins árs aldur eða þegar fæðingarorlofi lýkur.
• Skapandi og árangursríkt skólakerfi
• Öflugt félagskerfi sem styður við þá sem standa höllum fæti
• Snyrtilegur og umhverfisvænn bær
• Fjölbreytt atvinnulíf sem stendur styrkum fótum
• Ábyrgur rekstur og vandaðar áætlanir

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?
  • Virkja ungmennaráð betur. Bæjarfulltrúar sitji fundi ráðsins reglulega.
  • Öflug og fjölbreytt forvarnafræðsla fyrir unglinga og foreldra þeirra.
  • Akureyri sé samkeppnishæfur valkostur til búsetu m.t.t. flestra þátta s.s. húsnæðis, atvinnu, skóla, heilbrigðisþjónustu, frístunda og menningar.
  • Efla atvinnumöguleika ungmenna sem flosna upp úr framhaldsskóla með stuðningiFræðsla fyrir ungt fólk um vinnumarkaðinn og fjármálalæsi í vinnuskóla og skólakerfinu almennt.
  • Meira samstarf á milli vinnuskólans og atvinnulífsins
  • Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kvíða og þunglyndi verði efldar í samstarfi við HSN
  • Áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir með ráðgjöf og fræðslu.
  • Huga vel að geðfötluðum með því að styrkja félagasamtök sem styðja við valdeflingu og sjálfshjálp.
  • Fýsilegt þarf að vera fyrir verktaka að byggja litlar íbúðir til sölu eða leigu á almennum markaði.
  • Fylgja eftir samstarfi við samvinnufélög um uppbyggingu á leigufélagi um langtímarekstur íbúða án hagnaðarkröfu sem brúar bil á milli félagslega kerfisins og almenna kerfisins.
  • Hækka frístundastyrk í 50.000 kr. á ári.
  • Fjölbreytt framboð tómstunda.
  • Styrkja unga og efnilega íþróttamenn.
  • Akureyrarbær styðji við starfsemi og uppbyggingu Háskólans á Akureyri með áherslu á fjölgun námsbrauta t.d. raungreina-, tækni- og læknanám.
  • Innanlandsflug verði niðurgreitt fyrir íbúa í landsbyggðunum samanber „skoska leiðin“.
  • Akureyrarflugvöllur verði millilandaflugvöllur og önnur gátt inn í landið. Tæknibúnaður og öll aðstaða þarf að taka mið af því að flugvöllurinn anni minnst 300 – 500 þúsund farþegum á ári.

Önnur framboð - Akureyri