Við viljum ná betri árangri í fjármálum Kópavogsbæjar þannig að lækka megi útsvarið úr 14,48% í 14% á kjörtímabilinu.
Við leggjum áherslu á að í menntamálum standi nemendum til boða kennsla eins og best gerist ásamt því að vinna að stofnun framhaldsskóla í efri byggðum bæjarins og að bæjarbúar á öllum aldri fái notið fjölbreyttra menningar- og listviðburða og líflegs íþróttalífs í bænum, sér til skemmtunar og heilsubótar.
Heildarstefnuskrá verður svo kynnt betur á næstu dögum.
· Öflugan menntaskóla sem býður upp á fjölbreyttar námsleiðir og fyrsta flokks kennslu. Í þessu sambandi styður Miðflokkurinn stofnun nýs framhaldsskóla í efri byggðum bæjarins með nýjar og fjölbreyttar námsleiðir.
· Heilbrigðismál fyrir ungt fólk. Áhersla á hvers kyns hreyfingu fyrir ungt fólk sem tekur ekki þátt í skipulögðum íþróttum. Bærinn getur nýtt sundlaugar og líkamsræktaraðstöðu til að skipuleggja óformlega dagskrá. Mikilvægt er að geðheilbrigðisþjónusta verði gerð ungu fólki aðgengilegri og geðheilbrigðismál njóti forgangs í samfélaginu.
· Stofnun byggingarsamvinnufélags fyrir ungt fólk sem auðveldar fyrstu skrefin inn á erfiðan húsnæðismarkað.