//
Helstu upplýsingar

V6P1gdvo_400x400
Listabókstafur: P
Staða: Náði ekki kjöri síðast

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Við viljum:

– Taka skólakerfið til gagngerrar endurskoðunar og auka fjölbreytni og umgjörð skólakerfisins þannig að nám sé miðað að einstökum nemendum, þörfum hans og hæfileikum. Skoða orsakir þess t.d. að nemendum líði illa í skólum, hvað valdi því að þau hverfi úr námi og hvernig hægt er að stuðla að vellíðan þeirra og árangri í námi.

– Við viljum að þú ráðir. Betra aðgengi að lýðræðið er verkfæri okkar til þess. Þess vegna viljum við gera aðgengi íbúa að lýðræði betra með því að auka rafræna stjórnsýslu sem felst í því að gera aðgengi að upplýsingum meira, opna stjórnsýsluna og veita stjórnsýslunni þannig aðhald og gera kjósendur jafnframt virkari þátttakendur í því að móta samfélagið sitt.

– Færa samfélagið til 21 .aldarinnar með því að innleiða styttri vinnuviku hjá Hafnarfjarðarbæ. Stytting vinnuvikunnar leiðir m.a. til þess lífsgæði íbúa verði aukin, draga úr brottfalli af vinnumarkaði og auka starfsánægju.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Við viljum að ungt fólki fái að ráða og á þau sé hlustað þegar kemur að ákvörðunum sem varðar málefni þeirra. Þess vegna vilja Píratar í Hafnarfirði efla þau verkfæri sem til staðar eru og búa til ný ef þau eru ekki til staðar eða nægja ekki.

Í þessu samhengi má t.d. nefna ungmennaráð Hafnarfjarðar, vettvang fyrir 13-17 ára til þess að læra lýðræðisleg vinnubrögð og efla þau. Píratar vilja ávallt leita til þeirra sem eru sérfræðingar í hverju máli fyrir sig, þegar kemur að því hvað ætti að gera fyrir ungt fólk, þá er enginn færari um það en þau. Við viljum því finna leiðir, í samvinnu við ungt fólk til þess að koma þeirra rödd að. Útgangspunkturinn mun ávallt vera að við viljum að þú ráðir.

Ekki síst viljum við að gert sé ráð fyrir ungu fólki í samfélaginu þegar þau t.d. Ljúka útskrift og/eða flytja að heiman. Það þarf að gera ráð fyrir húsnæði fyrir ungt fólk sem er að flytja að heiman og að þau geti hafið göngu sína í samfélaginu sem fullorðnir einstaklingar á þann hátt að þau verði mikilvægur hlekkur í samfélaginu, sem þau eru.

Önnur framboð - Kópavogur