//
Helstu upplýsingar

logo-01
Listabókstafur: S
Staða: Í minnihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Samfylkinging er jafnaðarmannaflokkur. Í grunndráttum berjumst við fyrst og fremst fyrir auknum jöfnuði og réttlæti í samfélaginu okkar. Aukinn jöfnuður þýðir ekki að allir eigi að vera jafnir, allir eigi að fá eins einkunnir eða sömu laun. Jöfnuður þýðir að allir eigi að hafa sömu TÆKIFÆRIN. Tækifæri til að mennta sig, stunda íþróttir eða tónlist óháð því hvort þeir eru hvítir eða svartir, eigi ríka foreldra eða fátæka. Það er svo komið undir hverjum og einum hvernig hann nýtir sín tækifæri. Allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð því hvort þeir eru ríkir eða fátækir.

Húsnæðismál ungs fólks. Við viljum gera Kópavoginn að næs stað til að búa á – raunhæfan valkost fyrir ungt fólk. Við viljum námsmannaíbúðir á Kársnesi og fjölga minni og ódýrari íbúðum sem geta hentað fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.

Samgöngur. Borgarlínan myndi þýða töluverða lífsgæðaaukningu fyrir Kópavogsbúa. Við berjumst fyrir að hún verði að veruleika. Einnig leggjum við áherslu á að fjölga hjólastígum og aðskilja þá frá göngustígum, og að byggja brú yfir Fossvoginn (og beint að háskólunum 😉

Leikskólamálin. Það þarf að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar með uppbyggingu á ungbarnaleikskóla.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Ykkar fulltrúi. Í þriðja sæti hjá Samfylkingunni er Elvar Páll Sigurðsson, 26 ára Kópavogsbúi. Hann er yngsti frambjóðandinn sem á raunhæfa möguleika á að verða bæjarfulltrúi og hann hefur heitið því að vinna að alefli að hagsmunum ungra Kópavogsbúa. Hann er ykkar maður.

Frítt í sund. Við viljum að menntaskólanemar sem búa í Kópavogi fái frítt í sund. Mikið er um brottfall úr íþróttum á þessum aldri. Sund er heilsubót og ástæða til að hvetja framhaldsskólanema til að nýta sér geggjuðu sundlaugarnar okkar (svo ekki sé talað um gufuna).

Meiri stemmning!

Samfylkingin í Kópavogi vill gera ungu fólki kleyft að búa áfram í Kópavogi þegar það vill flytja að heiman. Í dag er stærstur hluti húsnæðis í Kópavogi of stórt, of dýrt og þar af leiðir ekki hentugt fyrir ungt fólk sem vill kaupa eða leigja í Kópavogi. Við munum leggja áherslu á að byggðar verði smærri og ódýrari íbúðir sem henta ungu fólki.

Við viljum líka stuðla að uppbyggingu í Kópavogi sem gerir hann að raunhæfari valkosti fyrir ungt fólk. Eins og staðan er sækja flest ungmenni í Reykjavík fyrir sínar skemmtanir, veitingastaði og menningu. Það vantar góðan menningarkjarna í Kópavog – kósí kaffihús, spennandi veitingastaði eða jafnvel vínbar. Okkar Laugarveg, okkar Kaffi Vest. Við ætlum að vinna að þessari uppbyggingu.

Við viljum úthluta húsnæðisfélögum námsmanna lóð til að byggja stúdentagarða fyrir námsmenn. Kársnesið er frábær staður undir slíkar byggingar, enda stutt að sækja bæði HR og HÍ þegar brúin yfir Fossvog er komin.

Önnur framboð - Kópavogur