//

Efni og áhöld

  • Borð fyrir hvern flokk
  • Tvo stóla fyrir hvern flokk
  • Útprentuð spurningablöð fyrir nemendur

Fylgiskjöl

Stjórnmálaflokkum er boðið í skólann til að kynna starfsemi sína. Á meðan er hlé gert á kennslu og efnt til viðburðar í hátíðarsal, matsal, íþróttasal eða anddyri skólans, þar sem nemendur geta kynnt sér starfsemi flokkanna. Viðburðurinn getur staðið í eina eða tvær kennslustundir, allt eftir því hvað nemendur og starfsfólk skólans koma sér saman um.

Hver flokkur sem hefur boðað komu sína fær eigið borð, þar sem fulltrúar flokksins sitja og segja frá starfsemi sinni. Nemendurnir fara frá borði til borðs með verkefnablað sem spurningum sem búið er að undirbúa, en svörin við spurningunum er að finna á kynningarborðum flokkanna. Dæmi um slíkt spurningaverkefni er að finna í aukaskjalinu „Pólitík í hléinu – verkefnablað“.

Einnig er hægt að bjóða fulltrúum annarra hópa en stjórnmálaflokka – til dæmis fulltrúum nemendafélaga í háskólum eða ungmennaráða, fulltrúum af þingi unga fólksins, fulltrúum Norðurlandaráðs æskunnar, eða annarra viðeigandi samtaka. Pólitík einskorðast ekki við stjórnmálaflokka og fulltrúa þeirra.

Farið yfir spurningarnar með nemendunum að viðburðinum loknum. Ekki er víst að „rétt“ svör fyrirfinnist við þeim öllum, en markmiðið er að kveikja áhugaverðar samræður og vekja ungmennin til umhugsunar.