//
Helstu upplýsingar

merki-Alu00feyu0301u00f0ufylkingarinnar-stou0301rt
Listabókstafur: R
Staða: Náði ekki kjöri síðast

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Félagsvæðing: Félagslegur rekstur á innviðum samfélagsins, sérstaklega fjármálakerfinu. Fjármálakerfið sogar nú til sín gríðarleg verðmæti, einkum í formi vaxta af húsnæðislánum — sem eru oft meira en tvöfalt verðmæti húsnæðisins, og því meira en helmingur húsnæðiskostnaðar. Ef kerfið væri ekki rekið í gróðaskyni heldur félagslega (sem þjónusta við almenning) gæti samfélagið sparað sér þennan kostnað og notað peningana í staðinn í eitthvað þarfara, eins og betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi og bætt kjör öryrkja, svo nokkuð sé nefnt.
Við viljum að allir fái að njóta auðsins sem við sköpum í landinu með vinnu okkar. Núna situr fámenn elíta að drýgstum hluta auðsins og hún mun ekki láta hann eftir nema alþýðan standi saman í baráttunni fyrir hagsmunum sínum og kjörum. Þannig hafa allir sigrar alþýðunnar unnist hingað til, og þannig munu þeir líka vinnast í framtíðinni.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Við viljum auka fjárframlög til menntakerfisins á öllum stigum og bæta aðgengi að námi, líka fyrir þá sem eru orðnir eldri en 25 ára, en íslenska menntakerfið er stórlaskað eftir niðurskurð síðustu ríkisstjórna. Það verður að bæta kjör og hækka laun kennara og annars skólastarfsfólks verulega til að kennaraskortur sligi ekki kerfið. (Athugið að við erum að tala um öll skólastigin, líka leikskólana.)
Við viljum að ungu fólki (reyndar öllu fólki) standi til boða nóg af ódýru en góðu húsnæði sem yrði félagslega fjármagnað, þ.e. án vaxta sem margfalda húsnæðiskostnaðinn.
Við viljum byggja ungbarnaleikskóla og reka þá af rausn og metnaði — þangað til kemst á fæðingarorlof upp á full tvö ár samanlagt. Um það setur Alþingi lög, en ekki borgarstjórn — en við beitum okkur fyrir því á hvaða vettvangi sem er.
Við viljum stytta vinnuviku borgarstarfsmanna, sem mundi þýða að foreldrar ættu meira frí til að verja með börnunum sínum.

Önnur framboð - Reykjavík