//
Helstu upplýsingar

high-res
Listabókstafur: Y
Staða: Nýtt framboð

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Aukin og bætt barnavernd. Við viljum að faglega verði skipað í barnaverndarnefndir og starfsfólki fjölgað í barnavernd Reykjavíkurborgar, sem og að barnavernd skilgreini óréttmætar umgengnistálmanir sem ofbeldi gegn börnum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga viljum við stuðla að því að Innheimtustofnun sveitarfélaga taki aukið tillit til félagslegra aðstæðna umgengnisforeldra við innheimtur á meðlögum, en annar hvert umgengnisforeldri er á vanskilskrá, þar af 30% að kröfu Innheimtustofnunar. Við viljum þrýsta á löggjafann að færa innheimtur meðlaga til Tryggingarstofnunar þar sem meðlögin eru greidd út, eins og tíðkast í öllum samanburðarlöndum.
Að auki viljum við að félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti þeim umgengnisforeldrum sérstaklega sem geta ekki boðið börnum sínum upp á þroskavænlegar uppeldisaðstæður vegna fátæktar.
Við viljum að framkvæmd fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar verði fært í lögmætt horf, en almennt er viðurkennt, að ströng skilyrði, skerðingar og beiting stjórnsýsluviðurlaga eigi sér ekki lagastoð. Við viljum að Reykjavíkurborg kosti eða reki karlaathvarf sem veitir körlum sem beittir eru ofbeldi og tálmunum sérstaka þjónustu og aðstoð.
Við viljum beita okkur fyrir því að Reykjavíkurborg mæti þörfum drengja sérstaklega í skólum landsins, en rannsóknir sýna að þeim líður sífellt verr í skólum landsins og sýna sífellt lakari námsárangur. Menntastefnan verður að laga sig að þörfum grunnskóladrengja í stað þess að gera kröfur á drengi að þeir aðlagist þörfum menntastefnunar.
Karlalistinn vill gera leikskóla gjaldfrjálsa, fjölga leikskólum almennt sem og ungbarnaleikskólum. Á vettvangi stjórnmálanna verða börnin að ganga fyrir.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Karlalistinn er sérstaklega umhugað um þarfir drengja í grunnskólakerfinu sem og allra barna sem eru með sérþarfir. Við viljum að stefnan um skóla án aðgreiningar verði tekin til endurskoðunar með tilliti til þarfa barna og fagaðila.
Á vettvangi landsmálana vill Karlalistinn jafna möguleika karla á að stunda lánshæft nám, en sem stendur geta umgengnisforeldrar ekki sótt um lán sem foreldrar og meðlagslán á sama tíma. Lánveitingar til umgengnisforeldra miða því við að umgengnisforeldrar þurfi ekki að kosta framfærslu í gegnum umgengni og greiðslu meðlaga á sama tíma. Í samaburði eru margfallt fleiri einstæðir foreldrar í háskólanámi en umgengnisforeldrar.

Önnur framboð - Reykjavík