//
Helstu upplýsingar

Mynd-Miu00f0flokkurinn
Listabókstafur: M
Staða: Nýtt framboð

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Traust fjármálastjórnun er forsenda góðrar þjónustu við borgarbúa.

Miðflokkurinn ætlar að endurskoða rekstrarumhverfi borgarinnar, skilgreina hvert lögbundið hlutverk Reykjavíkurborgar er og forgangsraða fjármagni í grunnstoðir.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

• Miðflokkurinn ætlar að veita öllum með lögheimili í Reykjavík frítt í Strætó til að auka hlutdeild almenningssamgangna í heildarferðum borgarbúa.
• Miðflokkurinn ætlar að efla almenningssamgöngur og biðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu en hafnar núverandi áformum um Borgarlínu.
• Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir því að í Reykjavík verði veitt vönduð geðheilbrigðisþjónusta þar sem einstaklingurinn er hafður í öndvegi. Áhersla verður lögð á forvarnir, fræðslu, snemmtæka íhlutun og eftirfylgd á öllum stigum skólakerfis.
• Miðflokkurinn ætlar að efla þjónustu geðhjúkrunarfræðinga og/eða sálfræðinga í grunn- og framhaldsskólum. Mikilvægt að börn viti að geðsjúkdómar er ekki tabú og það er í lagi að ræða þá.
• Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir fjölgun úrræða fyrir börn og unglinga sem eru háð vímuefnum, og efla í leiðinni fjölskyldumeðferð í tengslum við þessa þætti.
• Miðflokkurinn ætlar að afnema gjaldtöku í Ferðaþjónustu fatlaðra og fara í allsherjar endurskipulagningu á þjónustunni.
• Miðflokkurinn ætlar að hverfa frá núverandi þéttingarstefnu og leggja áherslu á uppbyggingu nýrra hverfa, eins og stækkun Úlfarsárdals og Kjalarness með hagkvæmt húsnæðisverð að leiðarljósi.

Önnur framboð - Reykjavík