//
Helstu upplýsingar

FFBaldvinolason3D_1
Listabókstafur: F
Staða: Nýtt framboð

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Áherslur Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar eru “fólkið fyrst!”. Við leggjum ekki áherslu á fokdýr mál á við borgarlínuna. Þess í stað viljum við nota fjármagnið til þess að skaffa öllum bæjarbúum fæði, klæði og húsnæði. Við viljum hjálpa þeim sem þurfa mest á því að halda.

Við viljum skaffa mun fleiri lóðir undir húsnæði á viðráðanlegu verði og munum kalla eftir samvinnu við ríki og lífeyrissjóði til að koma á fót öflugu félagslegu húsnæðiskerfi fyrir efnaminna fólk.

Það er sorgleg staðreynd í dag að mikið af eldra fólki, sem tók þátt í að byggja upp samfélagið okkar, þjáist af næringarskorti, einangrun og húsnæðisskorti.
Við viljum fá “Hagmunafulltrúa aldraðra” en starf hans verður að sjá til þess að húsnæði, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði ekki einungis viðunandi heldur fullnægjandi.

Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólaupphafs með því að bjóða upp á heimagreiðslur til foreldra sem óska að vera áfram heima með barni sínu eftir að fæðingarorlofi lýkur, allt upp að tveggja ára aldri barnsins. Með þessum hætti er hægt að styrkja fjölskyldutengslin og koma til móts við foreldra og börn á sama tíma.

Ekkert barn á að vera svangt vegna fátæktar. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir alla.
Þarfir barnsins ætíð í fyrirrúmi og þess vegna veljum við skóla með aðgreiningu þ.e. að skólinn mæti börnum á þeirra forsendum.

Flokkur fólksins mun skilyrðislaust byggja á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sjá svo um að í borginni sé aðgengi fyrir ALLA. Það má gera miklu betur þegar kemur að aðgengismálum í Reykjavík.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Flokkur fólksins vill breyta skólakerfinu á þann veg að þarfir hvers og eins einstaklings verði í fyrirrúmi. Krakkar og unglingar hafa mismunandi hæfileika og eru mis fljóta að læra eftir viðfangsefni. Það verður að taka tillit til þess og verja tíma og fjármunum til þess að koma til móts við hvern og einn.

Við viljum bæta sálfræðiþjónustu á öllum skólastigum. Það er óásættanlegt hversu fáir sálfræðingar eru til staðar fyrir þann fjölda skóla sem er að finna í Reykjavík. Það er afar mikilvægt fyrir börn og unglinga að geta fengið sálfræðiaðstoð þegar þörf er á.

Eins og minnst var á hér að ofan viljum við einnig hjálpa efna minna fólki að útvega sér húsnæði. Ungir nemendur hafa yfir höfuð ekki mikið af fjármunum á milli handanna og því munu okkar hugmyndir og áherslur um ódýrt húsnæði fyrir þá efna minni skila sér sérstaklega vel til þess hóps.

Ungir foreldrar lenda gjarnan í erfiðleikum þegar kemur að því að finna leikskólapláss eða dagforeldra fyrir börn þeirra. Við viljum gefa foreldrum kost á því að vera lengur heima með börnum sínum á svokölluðum heimagreiðslum. Þá minnkar álagið á dagforeldra og leikskóla ásamt því að gefa foreldrum kost á því að sjá um og tengjast börnum sínum án þess að tapa gífurlegum fjárhæðum með því að vera utan vinnumarkaðarins.

Flokkur fólksins setur fólkið í fyrsta sæti. Fæði, klæði og húsnæði fyrir alla!

Önnur framboð - Reykjavík