Íslenska þjóðfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að draga til baka lóð undir mosku í Reykjavík og leyfisveitingu fyrir kallturni bænahúss múslíma í Öskjuhlíð.
Flokkurinn hafnar borgarlínu en vill efla strætókerfið og fjölga ferðum þannig að það verði styttra á milli ferða. Íslenska þjóðfylkingin ætlar að hverfa frá þéttingu byggðar og stuðla að því að byggja í úthverfum Reykjavíkur. Lóðum verði úthlutað á kostnaðarverði og ungu barna fólki gert auðveldara að byggja sjálft.
Við viljum stuðla að því að verkamannabústaðakerfið verði endurreist og að Íslendingar gangi fyrir í félagslega íbúðakerfinu. Flokkurinn ætlar að opna gæsluveli og rólóvelli í Reykjavík.
Eitt af forgangsverkefnum verður að ráðast í endurnýjun gatna í Reykjavík og byggja mislæg gatnamót til að greiða fyrir umferð. Götur verði hreinsaðar reglulega til að minka svifryk, en ekki einu sinni á ári eins og nú er.
Flokkurinn ætlar forgangsraða fjármunum þannig að Íslendingar gangi ávalt fram fyrir hælisleitendur í félagsíbúðakerfinu og í félagslega kerfinu í heild sinni. Það er óþolandi að Íslendingar sem borgað hafa skatta og skyldur alla sína æfi skuli vera látnir sitja á hakanum meðan hælisleitendur eru látnir ganga fyrir um húsnæði og fjárhagshjálp.
Það sem ber fyrst að nefna er að við viljum að allir námsmenn fái frítt í strætó. Frá grunnskólanemum upp í háskólanema.
Íslenska þjóðfylkingin ætlar að beita sér fyrir frekari og hraðari uppbyggingu stúdentagarða þar sem nemendur á framahaldsskólastigi hafi aðgang að og geti leigt á sanngjörnu verði meðan á námi stendur.
Flokkurinn telur að stefnan um skóla án aðgreiningar í grunnskólanum sé misheppnuð og að skipta beri nemendum upp í hæfni til að allir nemendur fái þá kennslu sem hæfir þeim.